Tíu þúsund plöntur gróðursettar í sumar

Um 10.000 plöntur hafa verið gróðursettar í samstarfi við SRP. Er þetta liður í skógræktar verkefni á Norð-Austurlandi. Gróðursetningin er hluti af stóru verkefni hjá SRP í skógrækt, verndun og rannsóknarvinnu til verndunar á íslenska laxinum. 

Verkefnið er stórt og að því koma margar hendur og er það stór fjárfesting. Langtímamarkmið verkefnisins er að tryggja fæðu fyrir smálax í ánum með því að auka við lífríkið á svæðinu. 

Verkefnið fór af stað í fyrra undir leiðsögn Else Möller. Þá var tilrauna gróðursetning með því markmiði að planta meiru á komandi árum. Helgi Þorsteinsson, bóndi og leiðsögumaður á Ytra-Nýpi í Vopnafirði tók við verkefninu frá Else. Samkvæmt honum er enn unnið eftir áætlun Else, en meðan tekið er tillit til utanaðkomandi aðstæðna, sem dæmi má nefna aðgengi að plöntum.

“Þegar við forum af stað með verkefnið þá var plöntuskortur í landinu. Þrátt fyrir það tókst okkur að koma höndum yfir þær plöntur sem við þurftum og nú höfum við gróðursett tíu þúsund plöntur” segir Helgi. Meira en helmingur af þeim plöntum sem góðursettar verða í sumar er birki. Aðrar tegundir eru reyniviður, gulvíðir, loðvíðir og elri. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með að gróðursetja álm.    

“Núna í sumar höfum við verið fimm að gróðursetja” segir Helgi. Til viðbótar við Helga, er verkstjóri og þrír ungir einstaklingar á aldrinum 16 til 18 ára. Helgi segir að verkefnið hafi haldið áfram að einblína á innlendar tegundir. “Þrátt fyrir að álmurinn sé tæknilega séð ekki innlend tegund, þá er hann náskyldur birkinu. Þar fyrir utan þá hafa fundist steingerðar leifar af álmi frá því fyrir ísöld. 

The team who have been planting in Vopnafjörður, Six Rivers Project
HLUTI ÞEIRRA STARFSMANNA SEM UNNIÐ HEFUR AÐ GRÓÐURSETNINGUNNI Í VOPNAFIRÐI Í SUMAR. HELGI ER FREMST Á MYNDINNI

Uppbygging gróðurs og gróðursetning er mikilvægur hlekkur í að bæta gæði jarðvegar þar sem landfok á sér stað. Einnig styrkir það lífríki svæðisins. Vonast er til að uppgræðslan muni bæta uppsprettu fæðis fyrir smálaxa í ánum til lengri tíma litið. Hinsvegar munu niðurstöður úr verkefninu ekki verða ljósar fyrr en eftir einhver ár, jafnvel áratugi, og sýnir það að Six Rivers Project hugsar til langframa. Verkefnið, að byggja upp og viðhalda gæðum lífríkisins, byggir á samvinnu við bændurna á svæðinu. Að þeir haldi áfram að græða landið með vistvænum aðferðum. Það mun auðga lífríkið í kringum árnar. 

„Þrátt fyrir að íslenski laxastofninn sé sterkur þegar litið er til annarra landa, má ekki draga þá ályktun að ekki þurfi að vernda stofninn. Stofninn er í útrýmingarhættu á heimsvísu. Þau skref sem tekin hafa verið hér á landi, hafa komið í veg fyrir að stofninn hverfi alveg eftir því sem heimtur úr sjó verða minni og minni. Hrognagröftur, laxastigar og önnur úrræði hafa viðhaldið stofninum í ánum, en fækkunin kallar á aðgerðir. Ef við bregðumst ekki við núna eigum við á hættu að tapa tegundinni” segir Gísli Ásgeirsson, stjórnarformaður Veiðiklúbbsins Strengs.

Gagnsæi á eignarhaldi

Í opnu bréfi til ritstjórnar Bændablaðsins 19. mars 2020 síðastliðinn talar Gísli Ásgeirsson, stjórnarformaður Veiðiklúbbsins Strengs um SRP, gagnsæi á eignarhaldi og þær hömlur sem forsætisráðherra talaði fyrir að setja á viðskipti um bújarðir.

The text of the article is as follows:

Sextíu ár eru frá stofnun Veiðiklúbbsins Strengs. Umsvif hans hafa á stundum verið höfð á orði í umræðu um viðskipti með bújarðir þar sem sitt sýnist hverjum. Strengur er líka meðal þeirra sem yrðu fyrir áhrifum nýrra tillagna að lagabreytingum sem meðal annars gerðu sölu jarða yfir ákveðnum stærðarmörkum háðar leyfi ráðherra.

 Margir álíta tillögurnar, sem áhrif hafa á fjölda bújarða og þar á meðal flestar jarðir á Austur- og Norðausturlandi, úr hófi íþyngjandi. Og fleiri kunna að verða fyrir áhrifum en ætla hefði mátt að óathuguðu máli.

 Fyrirætlanir Strengs hafa verið ágætlega kynntar síðustu misseri. Markmið okkar eru skýr, að stöðva hnignun Atlantshafslaxins, sem nú flokkast sem tegund í hættu, með sjálfbærni að leiðarljósi og með aðgerðum til langs tíma, og til góða fyrir nærsamfélagið. Verkefnið nefnist Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi og snýst um villta laxastofna í ám Norðausturlands. Engar áætlanir eru um útvíkkun út fyrir það svæði. 

ísli Ásgeirsson, Strengur’s CEO, in a letter to the editor at Bændabladid’s (The Farmers’ Newspaper)

Líkt og margir vita þá er upphafsmaður verkefnisins breski fjárfestirinn Jim Ratcliffe og því stýrt af Streng. Verkefnið er fjármagnað í bland af landareignum Jims Ratcliffe á Íslandi og tekjur af sölu Strengs á veiðileyfum í ám verkefnisins. (Frekari upplýsingar eru á www.verndarsvaedi.is.)

Strengur og margir aðrir hafa gert athugasemdir við frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Sumar eru mjög gagnrýnar á tillögurnar. Þar á meðal er umsögn Bændasamtaka Íslands frá 11. mars. Í henni er bent á að allar hömlur á sölu fasteigna, þ.á m. jarða, séu til þess fallnar að afmarka kaupendahópinn og rýra þ.a.l. verðmæti jarðanna. „Lægra verðmæti þýðir svo aftur minna veðrými. Að mati Bændasamtakanna er nauðsynlegt að fram fari sjálfstæð rannsókn á því hvaða áhrif takmarkandi reglur sem þessar geta haft á virði og veðhæfi jarða sem og afleiðingar fyrir þá sem eiga þær m.t.t. skuldbindinga þeirra,“ segir þar. Samtökin gagnrýna einnig hversu mikið vald ráðherra er fært og vara við því að takmarkanir á sölu fasteigna stangist á við eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Álit í þessa veru er að finna í mörgum öðrum athugasemdum sem skilað hefur verið inn. Þá er vert að benda á álit Gunnars Þorgeirssonar, nýkjörins formanns Bændasamtakanna, sem birtust í grein hans í Bændablaðinu 5. mars. Hann bendir á að ekki sé síður mikilvægt að ríkið skilgreini stefnu um hvað gera eigi við ríkisjarðir. „Því þær eru fjölmargar og standa ósetnar og hafa mjög mikil áhrif á búsetumynstur í hinum dreifðu byggðum,“ segir hann.

Rökræða má hvort breytingarnar sem forsætisráðherra leggur til gagnist í baráttunni gegn fækkun í bændastétt. Vandkvæði landbúnaðarins eru vel þekkt. Forsíðufrétt Bændablaðsins 24. október síðastliðinn fjallað um vandann sem stafar af þeim fjölmörgu býlum sem fallið hafa úr nýtingu í kjölfar erfða þar sem nýir eigendur hafa ekki hug á búskap. Umræða um þetta heldur áfram.

Markmið frumvarpsdraganna falla hins vegar vel að náttúruverndar- og uppbyggingarstarfi verndarsvæðisins á Norðausturlandi. Þau snúast meðal annars um að stuðla að því að nýting lands og réttinda sé við landkosti og með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi, og stuðli að fjölbreyttum og samkeppnishæfum landbúnaði, náttúruvernd, viðhaldi og þróun byggðar og um leið þjóðfélagslega gagnlegri og sjálfbærri landnýtingu.

Áframhaldandi hefðbundinn landbúnaður styður markmið verndarstarfsins og Strengur vill styðja komandi kynslóðir í að velja sér bændastarfið. Um áframhaldandi ábúð hafa því verið útbúnir langtímaleigusamningar. Við kaup hefur íþyngjandi skuldum á stundum verið létt af rekstri búa og rekstur þeirra vænlegri á eftir. Staðreyndin er að búskapur hefur ekki lagst af á neinni jörð sem keypt hefur verið í tengslum við verkefnið, og raunar verið tekinn upp aftur á einni þar sem hann var að leggjast af.

Að okkar mati takmarkast jákvæðar afleiðingar verndarsvæðisins ekki við verndar- og uppbyggingarstarfið, heldur gagnast þau nærsamfélaginu einnig stórlega, þar með talið bændum. Markmiðið er að verkefnið verði sjálfbært, að allar tekjur renni aftur til verkefnisins og áframhaldandi uppbyggingar og þannig verði það uppspretta starfa og umsvifa á svæðinu til langrar framtíðar. Tilgangurinn starfsins er skýr, að stöðva á sjálfbæran máta hnignun Atlantshafslaxins, þannig.

Gísli Ásgeirsson, CEO, Strengur Angling Club

Myndir frá fyrirlestrum á alþjóðlegri ráðstefnu til verndunar atlantshafslaxinum

Nýjar myndir frá alþjóðlegu málþingi um Atlantshafslaxinn sem haldið var í Reykjavík þann 23. janúar hafa verið birtar á netinu.

Vel var mætt á málþingið, þar sem komu saman sérfræðingar á heimsvísu og ræddu leiðir til að bjarga viðkvæmum stofni. Laxinn er núna sagður í útrýmingarhættu eftir mikla minnkun í stofninum undanfarin 25 ár.

Niðurstaða málþingsins var að auka alþjóðlegt samstarf til að takast á við vandann. Var það staðfest að rannsóknir og vinna Six Rivers Project að verndun stofnsins væri sú sem virðist lofa hvað bestum árangri til að bjarga stofninum og snúa við þeirri þróun sem orðið hefur um heim allan.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir.

Six Rivers Project, PhD students Sammi Lai and Olivia Morris talking to Imperial College’s Guy Woodward

Doktorsnemarnir Sammi Lai og Olivia Morris ræða við Guy Woodward frá Imperial College í upphafi málþingsins í Reykjavík.

Umræðurnar voru líflegar.

Arnþór Birkisson var ljósmyndarinn á málþinginu.

Sérfræðingar heita að bregðast við

Við erum að brenna út á tíma: Helstu sérfræðingar heims heita að bregðast við áður en það er orðið of seint fyrir atlantshafslaxinn.

  • Norður atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu. Hefur honum fækkað um 70% og hefur stofninn aldrei verið eins smár frá því að skráningar hófust [1].
  • Sérfræðingar á heimsvísu hittust í Reykjavík til að ræða hröðun á rannsóknum á verndun tegundarinnar. Málþingið var haldið af Sir Jim Ratcliffe, sem er öflugur bakhjarl atlantshafslaxins, til að varpa ljósi á vísbendingar sem benda til hruns tegundarinnar.

Dr. Peter Willams, tæknistjóri INEOS group segir: „Samstarf af þessari stærðargráðu eru bráðnauðsynleg til að tryggja að atlantshafslaxinn lifi af. Heimurinn horfir nú til Íslands og Six Rivers Project. Því árangur á Íslandi getur skapað þekkingu sem nýst getur um heim allan.

Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, stofnaði Six Rivers Project. Stefndi hann saman leiðandi sérfræðingum á málþing um framtíð atlantshafslaxins, sem haldið var í Reykjavík 23. janúar árið 2020. 

Sérfræðingarnir komu sér saman um að auka vísindalega þekkingu á þeim ógnum sem steðja að laxinum og koma fljótt fram með nýjar aðferðir til verndunar á honum. Alþjóðlegir stræðfræðingar, tölfræðingar, vistfræðingar, líffræðingar og grasafræðingar komu saman til að sameina krafta sína í einu stærsta verkefni á heimsvísu til verndunar á laxinum. Saman leiða Hafrannsóknarstofnun og Imperial College UK verkefnið, þar sem helstu niðurstöður verða svo gerðar aðgengilegar fyrir aðra.

„Norður atlantshafslaxinn er lykiltegund í lífríkinu. Íslenskar ár hafa færri utanaðkomandi þætti sem hafa áhrif á vistkerfi þeirra, sem gerir þær einstaklega hentugar til rannsókna. Lega landsins gerir þær einnig viðkvæmari en ella fyrir gróðurhúsaáhrifum.” Prófessor Guy Woodward, Imperial College, London. 

Dr. Rasmus Lauridsen er yfirmaður fiskveiðirannsókna hjá Games & Wildlife Trust í Bretlandi. Hann útskýrði nýjustu tækni við að merkja laxa og vinna úr tölfræðinni sem þar fæst. Þær upplýsingar sem Six Rivers Project safnar saman á Norð-Austurlandi hjálpa til við að fylgjast með breytingum í fæðuöflun, vexti og árstíðabundinni göngu, sem munu að öllum líkindum aðstoða við að ráða gátuna um hnignun tegundarinnar.

Dr. James Rosindell, sérfræðingur í megindlegri líffræði við Imperal College, London setti fram spálíkan, þar sem hann studdist við heimildir frá rannsóknum Hafrannsóknarstofnunnar í ánum hjá Six Rivers Project. Eftir því sem upplýsingarnar aukast, þeim mun nákvæmara verður spálíkanið og mun það geta farið að segja betur til um fjölda laxa, sem er nauðsynlegt til að verja laxinn frá frekar hnignun.

Verndunarstefna Six Rivers Project horfir til að vernda bæði ána og árbakkann í vistkerfi ánna sex á Norð-Austurlandi. Á Norð-Austurlandi er Six Rivers Project að styðja við eitt það síðasta svæði þar sem laxinn þrífst enn vel. Árnar sem urðu fyrir valinu hafa allar einfalt vistkerfi, eitt það einfaldasta sem fyrirfinnst. Rannsóknir byggðar á þekkingu sem aflað er frá þessum vistkerfum getur varpað ljósi á ástæður hnignunarinnar og hjálpað til við að snúa henni við.  

Aðgerðirnar á verndarsvæði laxa á Norð-Austurlandi eru þríþættar: árviss gröftur á hrognum úr löxum úr ánum sjálfum, byggingu laxastiga til að opna laxinum ný uppvaxtarsvæði og uppgræðslu og skógrækt til að auðga fæðuúrval fisksins í ánum. Allar þessar leiðir miða að því að styðja við vöxt stofnsins og auka lífslíkur hans í ánum. Þessi vinna er unnin í nánu samstarfi við bændur og nærsamfélagið.

Þetta mikilvæga verndar- og rannsóknarstarf er fjármagnað beint af Sir Jim Ratcliffe auk þess sem allur hagnaður af starfsemi Six Rivers Project og af eignaumsýslu á Íslandi rennur aftur til verndarstarfsins. Markmiðið er að til verði sjálfbært framtak sem viðhalda muni verndarstarfinu áfram um langa tíð. 

„Heimurinn horfir nú til Íslands og Six Rivers Project eftir þekkingu sem mun styðja við verndun í öðrum löndum. Þar er unnið að heildrænu verkefni sem tekur tillit til árinnar, árbakkans, veiðisvæðisins og lífríkis sjávar. Við festum þetta svo niður með nútíma tækni. Þetta málþing á Íslandi, sem við vonumst til að verði árlegur viðburður, mun eiga stórt hlutverk í því hvort atlantshafs laxinn muni lifa af.“ Segir Dr. Peter Williams, tæknistjóri INEOS Group. 

„Þessi ráðstefna hjálpar til við að vekja athygli á þeirri staðreynd að atlantshafslaxinn er nú í útrýmingarhættu. Með því að leiða saman sérfræðinga hvaðanæva að úr heiminum vonum við að finna megi nýjar lausnir til þess að snúa þróuninni við. Starfið sem unnið er hjá Verndarsvæði laxa á Norð-Austurlandi styður við afkomu laxins þar, en meira þarf til að koma. Við vonum að ríkisstjórnir leggi okkur líka lið í þessari viðleitni.“ Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs.

FISKUR SEM VEIÐIST Á VERNDARSVÆÐI LAXA ER SLEPPT AFTUR.

[1] Alþjóðleg nefnd um rannsóknir á áhrifnum hafsins á atlantshafslaxinn 2019 www.ices.dk/community/groups/Pages/WGNAS.aspx

Leiðandi sérfræðingar á ráðstefnunni voru; Prófessor Guy Woodward frá Imperial College, London, Dr. Guðni Guðbergsson deildarstjóri sjávar- og ferskvatnsrannsókna hjá Hafrannsóknarstofnun, Dr. Colin Bull frá The Missing Salmon Alliance og Dr. Nikolai Friberg frá Niva – norsku ferskvatnsrannsóknarmiðstöðinni. Með þeim voru Prófessor Phil McGinnity frá Environmental Research Institute við Háskólann í Cork, Dr. Rasmus Lauridsen yfirmaður fiskveiðirannsókna hjá Games & Wildlife Trust og Dr. James Rosindell, sérfræðingur í megindlegri líffræði við Imperial College.