Um 10.000 plöntur hafa verið gróðursettar í samstarfi við SRP. Er þetta liður í skógræktar verkefni á Norð-Austurlandi. Gróðursetningin er hluti af stóru verkefni hjá SRP í skógrækt, verndun og rannsóknarvinnu til verndunar á íslenska laxinum.
Verkefnið er stórt og að því koma margar hendur og er það stór fjárfesting. Langtímamarkmið verkefnisins er að tryggja fæðu fyrir smálax í ánum með því að auka við lífríkið á svæðinu.
Verkefnið fór af stað í fyrra undir leiðsögn Else Möller. Þá var tilrauna gróðursetning með því markmiði að planta meiru á komandi árum. Helgi Þorsteinsson, bóndi og leiðsögumaður á Ytra-Nýpi í Vopnafirði tók við verkefninu frá Else. Samkvæmt honum er enn unnið eftir áætlun Else, en meðan tekið er tillit til utanaðkomandi aðstæðna, sem dæmi má nefna aðgengi að plöntum.
“Þegar við forum af stað með verkefnið þá var plöntuskortur í landinu. Þrátt fyrir það tókst okkur að koma höndum yfir þær plöntur sem við þurftum og nú höfum við gróðursett tíu þúsund plöntur” segir Helgi. Meira en helmingur af þeim plöntum sem góðursettar verða í sumar er birki. Aðrar tegundir eru reyniviður, gulvíðir, loðvíðir og elri. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með að gróðursetja álm.
“Núna í sumar höfum við verið fimm að gróðursetja” segir Helgi. Til viðbótar við Helga, er verkstjóri og þrír ungir einstaklingar á aldrinum 16 til 18 ára. Helgi segir að verkefnið hafi haldið áfram að einblína á innlendar tegundir. “Þrátt fyrir að álmurinn sé tæknilega séð ekki innlend tegund, þá er hann náskyldur birkinu. Þar fyrir utan þá hafa fundist steingerðar leifar af álmi frá því fyrir ísöld.
Uppbygging gróðurs og gróðursetning er mikilvægur hlekkur í að bæta gæði jarðvegar þar sem landfok á sér stað. Einnig styrkir það lífríki svæðisins. Vonast er til að uppgræðslan muni bæta uppsprettu fæðis fyrir smálaxa í ánum til lengri tíma litið. Hinsvegar munu niðurstöður úr verkefninu ekki verða ljósar fyrr en eftir einhver ár, jafnvel áratugi, og sýnir það að Six Rivers Project hugsar til langframa. Verkefnið, að byggja upp og viðhalda gæðum lífríkisins, byggir á samvinnu við bændurna á svæðinu. Að þeir haldi áfram að græða landið með vistvænum aðferðum. Það mun auðga lífríkið í kringum árnar.
„Þrátt fyrir að íslenski laxastofninn sé sterkur þegar litið er til annarra landa, má ekki draga þá ályktun að ekki þurfi að vernda stofninn. Stofninn er í útrýmingarhættu á heimsvísu. Þau skref sem tekin hafa verið hér á landi, hafa komið í veg fyrir að stofninn hverfi alveg eftir því sem heimtur úr sjó verða minni og minni. Hrognagröftur, laxastigar og önnur úrræði hafa viðhaldið stofninum í ánum, en fækkunin kallar á aðgerðir. Ef við bregðumst ekki við núna eigum við á hættu að tapa tegundinni” segir Gísli Ásgeirsson, stjórnarformaður Veiðiklúbbsins Strengs.