Lífríki árinnar
Eins og fram hefur komið þá snýst starfsemi The Six Rivers Project aðallega um að hjálpa laxastofnum að halda velli og styrkjast með sjálfbærum hætti. Við gerum okkur hins vegar vonir um að störf okkar á þessum árbökkum verði öllu lífríkinu til bóta. .
Þegar gengið er eftir árbökkum okkar, eða með sjávarsíðunni á milli ósa má glöggt sjá að lífríkið er í blóma. Myndirnar hér að neðan gefa til kynna hversu mikill fjölbreytileikinn er í þessum landshluta.


Ísland er paradís fuglafræðinga og fuglaskoðara. Við ár The Six Rivers Project er að finna fjölda tegunda sjófugla, vaðfugla sem og bæði and- og mófugla.
Ísland er paradís fuglafræðinga og fuglaskoðara og við ár The Six Rivers Project er að finna fjölda tegunda sjófugla, vaðfugla sem og bæði and- og mófugla.
Gróðurfar
Á norðanverðu landinu er gróðurinn víða blanda af mosa og túndrugróðri. Þá er gróðurinn mikið til mosi, fléttur og lyng af ýmsum gerðum. Dæmigerður er íslenski mosinn sem myndar heilu breiðurnar eins og teppi.

Mountain Avens
Dryas Octopetala CLASSIFICATION
Angelica
Angelica Archangelica CLASSIFICATION
Arctic Thyme
Thymus Praecox Arcticus CLASSIFICATIONSpendýr
Það eru fáar tegundir villtra spendýra á Íslandi og flestar þær tegundir sem hér þrífast eru innfluttar. Þó eru undantekningar, t.d. heimskautarefurinn og ísbjörninn. Sá síðarnefndi er þó ekki hér að staðaldri og sést sjaldan. Gott dæmi um skelfilegt inngrip mannsins í náttúruna var að flytja inn minkinn til ræktunar. Að sjálfsögðu sluppu þeir og fóru með blóðslóð um land allt. Þeir hafa víða leikið fuglalíf grátt og eflaust tekið sinn seiðatoll líka. Þó þeir séu veiddir þá gengur lítið að hemja þá og eru þeir hvarvetna til vandræða.

Refur
Vulpes lagopus CLASSIFICATION
Minkur
Mustela lutreola CLASSIFICATION
Ísbjörn
Ursus maritimus CLASSIFICATIONSjávarspendýr
Við getum skipulagt skoðunarferðir á sjó þar sem möguleiki er að sjá hnúfubaka, hrefnur og háhyrninga auk sela. Húsavík er ekki svo langt frá okkur, og er bærinn þekktur á heimsvísu fyrir þessháttar skoðunarferðir.

Búrhvalur
Balaenoptera musculus CLASSIFICATION
Hnúfubakar
Megaptera novaeangliae CLASSIFICATION