FLY FISHING ON THE SELÁ RIVER

Fluguveiði

Fluguveiði í Selá

Fluguveiði í Selá

Við hjá The Six Rivers Project álítum að við séum með bestu laxveiðiárnar í heiminum á okkar snærum. Staðsetningin á hinu strjálbýla Norðausturhorni er sérstök og sú laxveiði sem í boði er, er engri annarri lík. Hún er á heimsmælikvarða. Við klæðskerasníðum heimsóknir gesta okkar og fá erlendir gestir enskumælandi leiðsögumann. En þess er krafist að veiðimenn gangist við að veiðireglur okkar eru strangari en gengur og gerist. Er það í þágu árinnar, laxins og veiðimanna, því reglurnar draga úr álagi á laxinn og ána. 

Væntingar

Árnar okkkar

Við bjóðum upp á nokkrar af bestu laxveiðiám veraldar. Fremstar þar í flokki eru Selá og Hofsá, en einnig Sunnudalsá, sem er þverá Hofsár og Miðfjarðarár í Bakkafirði.

Tegundir

The Six Rivers Project stendur og fellur með verndun Atlantshafslaxins, en árnar okkar eru enn fremur ríkar af sjóbleikju og sjóbirtingi.

Reglurnar 

The Six Rivers Project stendur og fellur með verndun Atlantshafslaxins, en árnar okkar eru enn fremur ríkar af sjóbleikju og sjóbirtingi.

Sérstaða svæðanna

Ánum okkar er skipt upp í nokkur svæði. Í Selá eru til að mynda sex svæði með sex stöngum, ein stöng á hverju svæði. Áin er 36 km löng og með 120 merkta veiðistaði. Plássið til veiða er því mikið. 

Eitthvað fyrir alla

The Six Rivers Project hefur yfir að ráða afar fjölbreyttum veiðisvæðum og frábærum leiðsögumönnum. Þetta tryggir öllum gestum okkar ógleymanlega lífsreynslu, bæði við veiðar og upplifun á ósnortinni náttúru. Þá gildir einu hvort þú sért nýgræðingur eða reynslubolti, gamall eða ungur, það er eitthvað við þitt hæfi á hverju strái. 

Ævintýrasvæðin 

Aðgengi að öllum okkar svæðum er gott með 4×4 ökutæki, sem leiðsögumenn okkar leggja til og sjá um að aka. Sums staðar þarf að ganga talsvert, annars staðar þarf að klöngrast og príla. Ef þú vilt hafa fyrir hlutunum, láttu á leiðsögumanninn vita og hver veit nema að hann geti fundið svæði þar sem þú þarft að lóðsa þig niður að ánni með kaðli!  

Afslappaðri svæði

Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að mörg ykkar munu vilja hafa það náðugra en að príla í klettum og hanga í köðlum. Einungis þarf að láta leiðsögumanninn vita um þarfir ykkar og hann greiðir greiðlega úr þeim óskum.

Fjölskyldur og hópar

The Six Rivers Project snýst ekki einungis um laxveiði. Við bjóðum upp á margt annað og erum með sérstakar lausnir ef fjölskyldur vilja koma saman í veiðiferð. Ef börnin vilja veiða þá getur það mögulega hentað þeim best að veiða sjóbleikju. Við búum yfir frábærum sjóbleikjusvæðum, auk þess sem leiðsögumenn okkar hafa einstaklega gaman af því að aðstoða börn og unglinga í að taka fyrstu skrefin í fluguveiði. Þetta er frábær staður til þess, fallegar ár, nóg af fiski og frábærir leiðsögumenn.

Tegundir

Salmon (also known as Salmo salar) Six Rivers Project

Atlandshafs lax

Salmo Salar CLASSIFICATION
Typical Size
66cm / 2.2kg
Record Size
109cm / 17kg
Salvelinus Alpinus

Sjóbleikja

Salvelinus Alpinus CLASSIFICATION
Typical Size
40cm / 1.1kg
Record Size
72cm / 7kg
Sea Trout (also known as Salmo trutta), Six Rivers Project

Sjóbirtingur

Salmo Trutta CLASSIFICATION
Typical Size
53cm / 2kg
Record Size
75cm / 6kg

Árnar okkar

Leiðsögumennirnir okkar

Íslenskir leiðsögumenn

Leiðsögumennirnir okkar eru miklir reynsluboltar og munu þeir aðstoða þig við að fá sem mest út úr veiðiferðinni.

Vingjarnlegir viskubrunnar

Leiðsögumennirnir okkar geta sérsniðið veiðiferðina í samræmi við ykkar kunnáttu og óskir.

Jón

Jón Magnús

Yfirleiðsögumaðurinn í Hofsá er Jón Magnús Sigurðsson. Hann er margslunginn: frábær leiðsögumaður, bóndi á Einarsstöðum og formaður Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár. Í túnfætinum á Einarsstöðum er „Telegraph“, einn af þekktustu veiðistöðum Hofsár.

Denni, Six Riveres Project

Denni

Yfirleiðsögumaður okkar við Selá er Denni, Sveinn Björnsson, fæddur á Akureyri. Hann man ekki eftir sér öðruvísi en með stöng í hönd. Sem drengur á Akureyri gekk hann í hús að bjóða ufsa og þyrskling til sölu og ef húsmæðurnar vildu ekki kaupa, þá bara gaf hann þeim soðninguna. Denni er mikið náttúrubarn og kann hvergi betur við sig en utan skarkalans. Hann er afburða veiðimaður og leiðsögumaður.

Stebbi, Six Rivers Project

Stebbi

Svo er það Stebbi, sem færir sig á milli Hofsár og Selár. Hann er Akureyringur eins og Denni, en hefur búið svo lengi á Vopnafirði að hann telst nú fyrir margt löngu til heimamanna.

Hilmir (Busi)

Hilmir Busi

Hilmir er svo annar, oftast kallaður Busi in Vopnafirði. Hann býr reyndar á höfuðborgarsvæðinu en flytur sig austur þegar hyllir undir vertíð.

Óli, Six Rivers Project

Óli

Svo er það Óli. Hann var í eina tíð kokkurinn í gamla veiðihúsinu í Hvammsgerði. Hann býr í Reykjavík, en þegar kallið kemur, þá er hann mættur. Sagt er að Óli eyði dimmu mánuðum í að finna til brandara sem hann getur slegið um sig með yfir sumarið…

Hilmar

Hilmar

Annar Hilmar, þessi er leikari og leikstjóri við hin ýmsu menningarhús landsins. En með vorinu kallar Vopnafjörðurinn fagri.

Frá leiðsögumönnum

Instagram

Upplýsingar

Ferðaupplýsingar

Upplýsingar um ferðatilhögun má finna á pdf-skjali undir Árnar, en þar má m.a. finna upplýsingar um:

 • Ferðalög
 • Upplýsingar um árnar
 • Tæki og tól
 • Reglurnar 
 • Aðferðir
 • Fatnað

Sótthreinsun á búnaði

Gestir sem koma til landsins með sinn eigin útbúnað verða að láta sótthreinsa hann áður en búnaðurinn fær að koma inn í landið.

Löggiltur dýralæknir þarf að sótthreinsa búnaðinn. Dýralæknirinn mun láta þig hafa lista yfir hvað hann sótthreinsaði. Þessum lista þarft þú svo að framvísa þegar þú kemur til Keflavíkur. Hlutirnir sem þarf að sótthreinsa eru:

 • Stangir
 • Veiðihjól
 • Flugur
 • Flugulínur
 • Vöðlur
 • Vöðluskór

Veiðibúnaður

Ef búnaður er ekki til staðar getum við útvegað veiðbúnað, fatnað eða vöðlur. Fulltrúi okkar í Reykjavík sendir hann austur í tæka tíð..

Allar ár má veiða með líniþyngd 7-8 einhendi sem og tvíhendu. Gott er að hafa mismunadi búnað við hendi til að vera við öllu búinn.

Flugur

Við getum ráðlagt með flugur og getum látið senda til okkar í viðkomandi veiðihús.

Flugulínur

Við leggjum áherslu á að reglum okkar um léttar flugur, flotlínur og kvóta sé fylgt.

With informed, humorous and knowledgeable guides further enhancing the experience I struggle to think of anywhere else I’d rather fish for the mighty Atlantic Salmon. (Toby, Hampshire)