THE LOWER SALMON LADDER ON THE SELÁ RIVER

Verndun – friðun

Selá í Vopnafirði

Verndun íslenska laxins

Stefnan er að setja niður langtíma áætlun til verndar laxastofninum. Gróðasjónarmið koma þar ekki við sögu. Við höfum lagt í staðbundna uppbyggingu við allar helstu laxveiðiárnar á norðurausturhorninu. Ætlunin er að styðja við sjálfa náttúruna með eins litlu inngripi og frekast er kostur.

Sagan

Veiðiklúbburinn Strengur var stofnsettur í Reykjavík 29. október 1959. Árið 1962 heimsóttu nokkrir Strengsfélagar norðausturhornið til að skoða heppilega valkosti fyrir félagið. Þá varð strax ljóst að Selá var spennandi valkostur, kristaltær og vatnsmikil á, en veiðisvæðið var stutt. Árið 1969 keypti félagið jörðina Hvammsgerði og breytti húsakostinum á jörðinni í veiðihús. Eftir því sem árin liðu keypti Strengur fleiri jarðir á svæðinu, og með tímanum kom rekstur hinnar stórfallegu Hofsár einnig inn í reksturinn. Árið 2017 komst á samkomulag meðal jarðareigenda að Sir Jim Ratcliffe keypti upp flestar af jarðareignum Strengs. Hann stofnsetti í framhaldi af því félagið The Six Rivers Project til þess að efla verndunarstarfið á þessum slóðum. Verndunarstarf hefur verið haft að leiðarljósi allt frá stofnun Strengs, þá aðallega með blöndu af verndarstarfsemi og ábyrgum veiðireglum.

Viljir þú kynnast betur Six River Project og starfsemi félagsins, þá getur þú gert það hér.

Verndarstarfið okkar

Verndunarstarfið okkar

Starfsemi okkar er margþætt og fjölbreytt. Allt þetta starf mun hjálpa til við að snúa við þeirri óheillaþróun sem verið hefur hjá villtum stofnum Atlantshafslaxins. Afleidd verkefni af verndunarstarfinu eru ýmis, sem dæmi má nefna er aukin skógrækt. Skógræktin var efld í kjölfar rannsókna á okkar vegum sem leiddu í ljós að fæðuskortur í lífríkinu gæti verið orsakavaldur í laxafækkun. Kynntu þér málin hér að neðan. 

Árnar okkar

Við erum með verndunar átak í gangi í fjórum af ánum okkar. Við vonumst til að geta aukið við það eftir því sem tíminn líður. Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um verndunarstefnu okkar, endilega settu þig í samband við okkur.

Hafið samband

Staðsetning

Conservation-Map-Rivers

The very strong emphasis on conservation both from the fishing and landscape perspectives was clearly apparent. I could not possibly recommend a better experience. (Chris, Oxford)

Lestu bæklingur

Sækja