THE SELÁ RIVER

The Six Rivers Project

SELÁ

Hvað er Six Rivers Projects

Framtíð Atlantshafslaxins er afar ótrygg. Honum hefur víðast hvar fækkað geigvænlega. Í Norður Ameríku og suður Kanada er hann er svo gott sem útdauður og er hann aldauða í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Ísland er eitt fárra landa þar sem enn má finna góðar laxveiðiár. The Six Rivers Project var ekki stofnsett til gróða, heldur til að leita leiða til að snúa við þeirri ógnvæglegu þróun sem hefur orðið. Allar tekjur af rekstri okkar í laxveiðiánum sex renna til rannsókna til að stemma stigu við fækkun Atlantshafslaxins. Að okkar mati bjóðum við uppá einhverja þá bestu laxveiði sem í boði er, en sjálfbærni er lykilorðið og við förum varlega með auðlindina.

We are delighted to be hosting the Salmon Symposium for 2021

Go to event

Verndun

Ætlun okkar er að tryggja, á sjálfbæran hátt, sem mestan fjölda hrygningarfiska í ánum okkar sex. Við erum stoltir af þeim ströngu reglum sem við höfum sett. Þær draga úr streitu og álagi á laxinum. Reglurnar snúa að því að takmarka fjölda stanga, stytta veiðitímann og öllum laxi skal skilyrðislaust sleppt. Þá er gestum okkar einungis heimilt að nota nettar veiðigræjur og smáar flugur. Það er bjargföst skoðun okkar að þessi nálgun sé hornsteinninn í því verndunarstarfi sem við viljum standa fyrir. Það gildir einu hvað menn halda að verndunarreglur þeirra séu sterkar og góðar. Það einföld staðreynd, ef veiðiálag er of mikið þá er laxinn í hættu eins og sjá má víða um lönd. Það er hægt að bæta stöðu laxastofna með ýmsum hætti og fjárfestingum. Laxastigar hleypa laxi inn á áður ónýttar lendur, og stækka búsvæði, þar með getur áin sjálf séð fleiri löxum fyrir viðurværi. Mjög algengt er að foss eða fossar hamli göngu laxa. Laxastigar eru dýrir og þar fyrir utan geta þeir verið flóknir í smíðum. Skógrækt og bæting gróðurlenda geta bætt búsvæði, auk þess sem hrognagröftur þar sem lax kemst ekki til hrygningar ganga enn lengra í að nýta búsvæði. Til að ljúka þessu má ekki gleyma að nefna samstarf okkar við sérfræðingana í The Imperial Collage London.

Veiðar

Mikið hefur verið skrafað og skrifað um veiðiskap, en ljóst má vera að þegar góður veiðidagur er gerður upp þá snýst ekki allt um hversu mörgum löxum var landað. Margt spilar þar inn í. Útsýnið. Mikilfengleiki náttúrunnar. Leiðsögumaðurinn. Náttúran. Að nálgast hylinn. Bjartsýnin og spennan. Hér á hinu strjálbýla norðausturhorni teljum við okkur vera að standa undir væntingum. En menn vilja veiða lax og þar eru árnar okkar á heimsmælikvarða, bæði hvað varðar veiðitölur og stærð laxa. Við setjum í og löndum stórum löxum, en við ræðum hins vegar ekki veðurfarið.

Árnar

Tölur í rauntíma

Varúð! Það er auðvelt að ánetjast þegar hér er komið sögu. Mörgum þykir spennandi að fylgjast með því hversu margir laxar gengu um laxastigann dag hvern. Enn fremur, hversu margir veiddust þann og þann daginn. Þessar upplýsingar eru ekki fullkomnar í okkar fórum enn sem komið er, en við munum við deila öllum upplýsingum með ykkur.

I loved it so much that I’ve booked another weekend at the end of the season for another group of friends! (John, London)