Ráðstefna


Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi er áframhald yfir 60 ára sögu verndunar og uppbyggingar

Alþjóðleg ráðstefna um aðgerðir til verndar og viðhalds Norður-Atlantshafslaxins verður árviss viðburður frá og með árinu 2020. Sú fyrsta í röð slíkra ráðstefna fer fram á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík 23. janúar 2020.

„Stofni Atlantshafslaxins hefur hnignað svo að hann er nú fjórðungur þess sem var á árunum upp úr 1970,“  segir Peter Williams, yfirmaður tækniþróunar INEOS. „Flestar tegundir sem séð hefðu slíka hnignun yrðu flokkaðar sem í útrýmingarhættu. Heimurinn horfir nú til Íslands og Verndarsvæðis Laxa á Norðausturlandi sem uppsprettu þekkingar til stuðnings verndarstarfs í öðrum löndum. Ráðstefnan sem nú er haldin á Íslandi hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna til að auka afkomulíkur Atlantshafslaxins. Bæði er mikilvægt að auka meðvitund um ógnina, og ekki síður að ræða trúverðugar, raunhæfar lausnir til að tryggja viðgang tegundarinnar.“

Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, Veiðiklúbburinn Strengur, Hafrannsóknastofnun, Imperial College London og Sir Jim Ratcliffe taka höndum saman í að blása til merkrar ráðstefnu um framtíð Atlantshafslaxins. Ráðstefnan, sem fer fram á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 23. janúar 2020, leiðir saman heimsþekkta sérfræðinga frá Íslandi, Noregi, Bretlandi, Írlandi og Kanada, til að ræða þá ógnvænlegu fækkun sem orðið hefur í stofni laxins og leiðir til að bjarga tegundinni frá barmi útrýmingar.

Meðal leiðandi sérfræðinga sem ætlað er að taki til máls eru Guy Woodward frá Imperial College London, Dr Colin Bull frá The Missing Salmon Alliance og Dr Nikolai Friberg frá NIVA, norsku ferskvatnsrannsónarmiðstöðinni.

„Þessi ráðstefna er liður í halda á lofti þeirri ógn sem að laxinum steðjar og verður vonandi liður í að finnist nýjar lausnir til þess að snúa við þeirri hröðu hnignun sem orðið hefur á stofninum. Við vitum að starfið sem unnið er hjá Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi leggur lið, en meira þarf til að koma. Með þessari ráðstefnu eru tekin næstu skref á þeirri vegferð.“

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs

Dagskrá

ALÞJÓÐLEGT MÁLÞING UM ATLANTSHAFSLAXINN – FRAMTÍÐ ATLANTSHAFSLAXINS

23 janúar, Hilton Nordica, Reykjavík, Íslandi

09:00 GESTIR BOÐNIR VELKOMNIR

 • Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs, fyrir hönd Strengs og Verndarsvæðis laxa á Norðausturlandi

 09:10 KYNNING

 • Verndun Atlantshafslaxins og Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi: Dr Peter Williams, tæknistjóri, INEOS

09:30-11:10 RANNSÓKNIR Á ÁM

 • Þróun magnstærða laxastofna á Íslandi með áherslu á ár á Norðausturlandi: Dr Guðni Guðbergsson, sviðstjóri, Hafrannsóknastofnun, Íslandi
 • Laxfiskar sem lykiltegund í vistkerfinu: fæðuvefir & nýjar sameindalíffræðilegar leiðir til að meta líklega afkomu hópa í ám: Prófessor Guy Woodward, Imperial College, London
 • Aðferðir við merkingu og fjarkönnun fyrir næstu kynslóð líffræðilegrar vöktunar frá einstaklingum til hópa: Dr Rasmus Lauridsen, yfirmaður fiskveiðirannsókna, Game & Wildlife Trust, Bretlandi
 • Ný nálgun við gerð líkana til að greina flöskuhálsa: Dr James Rosindell, sérfræðingur í megindlegri líffræði, Imperial College
 • Fyrstu skrefin í sameignlegu rannsóknarverkefni Hafrannsóknarstofnunar og Imperial
 • Pallborð

11:30-12:30 ÁRMYNNIS & SJÁVARUMHVERFI

 • Hvernig arfgreiningaraðferðir geta hjálpað til að auka skilning á göngu og dreifingu laxa í hafi: Dr Philip McGinnity, Environmental Research Institute, UCC, Írlandi
 • Yfirferð líklegra áhrifaþátta: Colin Bull, The Missing Salmon Alliance
 • Pallborð

13:40-14:40 INNGRIP Í ÁR

 • Reynslan af hrognagrefti og laxastigum: Dr Guðni Guðbergsson, Hafrannsóknastofnun, Íslandi
 • Breytingar á búsvæðum: stigar og plöntun trjáa sem náttúrulegar tilraunir: Dr Nikolai Friberg, Niva – norska ferskvatnsrannsóknarmiðstöðin, Noregi
 • Aðgerðir til að bæta gróðurfar á Norðausturlandi: Else Møller, skógfræðingur MSc, Vopnafirði, Íslandi
 • Pallborð

14:40 -15:30 ALÞJÓÐLEG SAMVINNA

 • Úrslitahlutverk alþjóðlegrar samvinnu við rannsóknir og stuðning við laxa í breytilegum heimi:  Mark Saunders, framkvæmdastjóri, International Year of the Salmon – North Pacific Region
 • Stýrðar hringborðsumræður: Tækifæri til alþjóðlegrar samvinnu.

15:30 LOKAORÐ: Gísli Ásgeirsson

Hér má finna upplýsingar (á ensku) um frummælendur á ráðstefnunni.

Smellið hér til að sjá myndir frá ráðstefnudeginum.

Tengdar fréttir

Image

Alþjóðlegt málþing í Reykjavík

Sérfræðingar frá fjölda landa hittast í Reykjavík til að ræða framtíð Atlantshafslaxins. Boðað er til ráðstefnunnar vegna vaxandi vísbendinga um hrun stofns Atlantshafslaxins og að tegundin teljist nú í útrýmingarhættu.

Lesa meira