Myndir frá fyrirlestrum á alþjóðlegri ráðstefnu til verndunar atlantshafslaxinum

Nýjar myndir frá alþjóðlegu málþingi um Atlantshafslaxinn sem haldið var í Reykjavík þann 23. janúar hafa verið birtar á netinu.

Vel var mætt á málþingið, þar sem komu saman sérfræðingar á heimsvísu og ræddu leiðir til að bjarga viðkvæmum stofni. Laxinn er núna sagður í útrýmingarhættu eftir mikla minnkun í stofninum undanfarin 25 ár.

Niðurstaða málþingsins var að auka alþjóðlegt samstarf til að takast á við vandann. Var það staðfest að rannsóknir og vinna Six Rivers Project að verndun stofnsins væri sú sem virðist lofa hvað bestum árangri til að bjarga stofninum og snúa við þeirri þróun sem orðið hefur um heim allan.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir.

Six Rivers Project, PhD students Sammi Lai and Olivia Morris talking to Imperial College’s Guy Woodward

Doktorsnemarnir Sammi Lai og Olivia Morris ræða við Guy Woodward frá Imperial College í upphafi málþingsins í Reykjavík.

Umræðurnar voru líflegar.

Arnþór Birkisson var ljósmyndarinn á málþinginu.