Sérfræðingar heita að bregðast við
Posted on
Við erum að brenna út á tíma: Helstu sérfræðingar heims heita að bregðast við áður en það er orðið of seint fyrir atlantshafslaxinn.
- Norður atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu. Hefur honum fækkað um 70% og hefur stofninn aldrei verið eins smár frá því að skráningar hófust [1].
- Sérfræðingar á heimsvísu hittust í Reykjavík til að ræða hröðun á rannsóknum á verndun tegundarinnar. Málþingið var haldið af Sir Jim Ratcliffe, sem er öflugur bakhjarl atlantshafslaxins, til að varpa ljósi á vísbendingar sem benda til hruns tegundarinnar.
Dr. Peter Willams, tæknistjóri INEOS group segir: „Samstarf af þessari stærðargráðu eru bráðnauðsynleg til að tryggja að atlantshafslaxinn lifi af. Heimurinn horfir nú til Íslands og Six Rivers Project. Því árangur á Íslandi getur skapað þekkingu sem nýst getur um heim allan.“
Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, stofnaði Six Rivers Project. Stefndi hann saman leiðandi sérfræðingum á málþing um framtíð atlantshafslaxins, sem haldið var í Reykjavík 23. janúar árið 2020.
Sérfræðingarnir komu sér saman um að auka vísindalega þekkingu á þeim ógnum sem steðja að laxinum og koma fljótt fram með nýjar aðferðir til verndunar á honum. Alþjóðlegir stræðfræðingar, tölfræðingar, vistfræðingar, líffræðingar og grasafræðingar komu saman til að sameina krafta sína í einu stærsta verkefni á heimsvísu til verndunar á laxinum. Saman leiða Hafrannsóknarstofnun og Imperial College UK verkefnið, þar sem helstu niðurstöður verða svo gerðar aðgengilegar fyrir aðra.
„Norður atlantshafslaxinn er lykiltegund í lífríkinu. Íslenskar ár hafa færri utanaðkomandi þætti sem hafa áhrif á vistkerfi þeirra, sem gerir þær einstaklega hentugar til rannsókna. Lega landsins gerir þær einnig viðkvæmari en ella fyrir gróðurhúsaáhrifum.” Prófessor Guy Woodward, Imperial College, London.
Dr. Rasmus Lauridsen er yfirmaður fiskveiðirannsókna hjá Games & Wildlife Trust í Bretlandi. Hann útskýrði nýjustu tækni við að merkja laxa og vinna úr tölfræðinni sem þar fæst. Þær upplýsingar sem Six Rivers Project safnar saman á Norð-Austurlandi hjálpa til við að fylgjast með breytingum í fæðuöflun, vexti og árstíðabundinni göngu, sem munu að öllum líkindum aðstoða við að ráða gátuna um hnignun tegundarinnar.
Dr. James Rosindell, sérfræðingur í megindlegri líffræði við Imperal College, London setti fram spálíkan, þar sem hann studdist við heimildir frá rannsóknum Hafrannsóknarstofnunnar í ánum hjá Six Rivers Project. Eftir því sem upplýsingarnar aukast, þeim mun nákvæmara verður spálíkanið og mun það geta farið að segja betur til um fjölda laxa, sem er nauðsynlegt til að verja laxinn frá frekar hnignun.
Verndunarstefna Six Rivers Project horfir til að vernda bæði ána og árbakkann í vistkerfi ánna sex á Norð-Austurlandi. Á Norð-Austurlandi er Six Rivers Project að styðja við eitt það síðasta svæði þar sem laxinn þrífst enn vel. Árnar sem urðu fyrir valinu hafa allar einfalt vistkerfi, eitt það einfaldasta sem fyrirfinnst. Rannsóknir byggðar á þekkingu sem aflað er frá þessum vistkerfum getur varpað ljósi á ástæður hnignunarinnar og hjálpað til við að snúa henni við.
Aðgerðirnar á verndarsvæði laxa á Norð-Austurlandi eru þríþættar: árviss gröftur á hrognum úr löxum úr ánum sjálfum, byggingu laxastiga til að opna laxinum ný uppvaxtarsvæði og uppgræðslu og skógrækt til að auðga fæðuúrval fisksins í ánum. Allar þessar leiðir miða að því að styðja við vöxt stofnsins og auka lífslíkur hans í ánum. Þessi vinna er unnin í nánu samstarfi við bændur og nærsamfélagið.
Þetta mikilvæga verndar- og rannsóknarstarf er fjármagnað beint af Sir Jim Ratcliffe auk þess sem allur hagnaður af starfsemi Six Rivers Project og af eignaumsýslu á Íslandi rennur aftur til verndarstarfsins. Markmiðið er að til verði sjálfbært framtak sem viðhalda muni verndarstarfinu áfram um langa tíð.
„Heimurinn horfir nú til Íslands og Six Rivers Project eftir þekkingu sem mun styðja við verndun í öðrum löndum. Þar er unnið að heildrænu verkefni sem tekur tillit til árinnar, árbakkans, veiðisvæðisins og lífríkis sjávar. Við festum þetta svo niður með nútíma tækni. Þetta málþing á Íslandi, sem við vonumst til að verði árlegur viðburður, mun eiga stórt hlutverk í því hvort atlantshafs laxinn muni lifa af.“ Segir Dr. Peter Williams, tæknistjóri INEOS Group.
„Þessi ráðstefna hjálpar til við að vekja athygli á þeirri staðreynd að atlantshafslaxinn er nú í útrýmingarhættu. Með því að leiða saman sérfræðinga hvaðanæva að úr heiminum vonum við að finna megi nýjar lausnir til þess að snúa þróuninni við. Starfið sem unnið er hjá Verndarsvæði laxa á Norð-Austurlandi styður við afkomu laxins þar, en meira þarf til að koma. Við vonum að ríkisstjórnir leggi okkur líka lið í þessari viðleitni.“ Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs.

[1] Alþjóðleg nefnd um rannsóknir á áhrifnum hafsins á atlantshafslaxinn 2019 www.ices.dk/community/groups/Pages/WGNAS.aspx
Leiðandi sérfræðingar á ráðstefnunni voru; Prófessor Guy Woodward frá Imperial College, London, Dr. Guðni Guðbergsson deildarstjóri sjávar- og ferskvatnsrannsókna hjá Hafrannsóknarstofnun, Dr. Colin Bull frá The Missing Salmon Alliance og Dr. Nikolai Friberg frá Niva – norsku ferskvatnsrannsóknarmiðstöðinni. Með þeim voru Prófessor Phil McGinnity frá Environmental Research Institute við Háskólann í Cork, Dr. Rasmus Lauridsen yfirmaður fiskveiðirannsókna hjá Games & Wildlife Trust og Dr. James Rosindell, sérfræðingur í megindlegri líffræði við Imperial College.