Lítt þekt laxveiðiá
Sunnudalsá er hliðará Hofsár og sú vatnsmesta sem í Hofsá rennur. Neðst eru þær systur mjög líkar. Laxinn getur gengið 23 kílómetra upp Sunnudalsá og áin er bæði köld og blátær, upprunin í fjallalækjum í mikilli hæð. Kuldans vegna er hún viðkvæmari en aðrar ár í héraðinu. Ánni er skipt í aðeins tvö svæði þannig að nóg er plássið. Nýr laxastigi var byggður fremur neðarlega í ánni árið 2005 og lengdist veiðisvæðið gífurlega við þá framkvæmd. Þó gat laxinn gengið fossinn við vissar aðstæður. Neðst í Sunnudalsá og niður af ósnum við Hofsá, sem fylgir Sunnudalsá, er nokkrir af bestu sjóbleikjuhyljum Norðausturhornins, meðal annars hinn rómaði Fellshylur.
Reglur
- Öllum laxi er sleppt, utan að heimilt er að drepa einn smálax á dag. Alls má veiða fimm laxa á hverri vakt, tíu alls yfir daginn. Stórar þyngdar flugur eru bannaðar, sem og sökklínur og sökktaumar. Smáar flugur með keilum eru þó leyfðar. Aðeins flotlínur.
- Hámarksfjöldi á dag eru 10.
- Engar þyngdar flugur eða túbur.
- Flotlínur eingöngu.


Veiðikort
Hér að neðan má sjá og sækja kort af ánni í góðri upplausn. Þar er hægt að sjá útskýringu á veiðisvæðunum sem eru í boði sem og aðrar mikilvægar upplýsingar um umhverfið.
