Villt og falleg á með hlutfallslega mesta veiddan lax á hverja stöng á Íslandi
Selá er ein af stærstu bergvatnsám landsins og að fjölmargra mati ein besta laxveiðiá í víðri veröld. Hún er hröð og brött og ekki allra. Jafnvel hinir reyndustu þurfa að átta sig á henni og það þýðir ekkert að ana út í hana. Strjálbýlt er í dalnum, aðeins tveir bæir í byggð, neðst, en gott aðgengi með nýgerðum malarvegum uppúr öllu.
Vertíðin hefst undir lok júní og stendur fram eftir september. Um er að ræða 36 kílómetra veiðisvæði og er því skipt í sex svæði með einni stöng á hverju, þannig að nóg er oldbogarýmið. Síðustu sumur hefur Selá verið með bestu meðalveiði pr stöng yfir landið, sem sagt besta áin.
Strengur og The Six Rivers Project hafa staðið fyrir tveimur laxastigum í ánni. Sá fyrri fór í Selárfoss 1970 og breytti ánni úr 9 km laxveiðiá í 26 km. Síðan kom stigi í Efrifoss 2011 og þá var áin orðin laxgeng 36 km. Þetta teljum við að sé grundvöllur þess mikla veiðibata sem orðið hefur í ánni.
GRÆNT LJÓS! Þeir laxar sem ganga upp fyrir efri stigann eru friðaðir. Þar er ekki veitt. Laxinn er að dreifa sér þar smátt og smátt og ástæðulaust að vera að trufla hann við það.
Reglur
- Öllum laxi skal sleppt.
- Veiðitími er 8 klst á dag.
- Hámarks veiði er 4 laxar á vakt.
- Allar stangir gædaðar.
- Engar þungar flugur eða sökklínur.
- Flotlínur eingöngu.
- 2 laxar á hyl.
- Ekki stærri krókar en 10.
- Engin veiði fyrir ofan Efri-Foss.



Veiðikort
Hér að neðan má sjá og sækja kort af ánni í góðri upplausn. Þar er hægt að sjá útskýringu á veiðisvæðunum sem eru í boði sem og aðrar mikilvægar upplýsingar um umhverfið.




