Á vefinn eru nú komnar nýjar myndir frá alþjóðlegu ráðstefnunni um Atlantshafslaxinn sem fram fór í Reykjavík 23. janúar.
Ráðstefnan var fjölsótt, en á henni komu saman margir helstu sérfræðingar heims og ræddu leiðir til að bjarga laxinum sem nú flokkast sem tegund í hættu vegna örrar hnignunar hans síðustu ár.
Kom þeim saman um að auka alþjóðlega samvinnu og að rannsóknarverkefni og uppbygging Verndarsvæðis laxa á Norðausturlandi vekti vonir um að hér mætti finna leiðir til að snúa við óheillaþróun laxastofna víða um heim.
Líta má á nokkur dæmi hér fyrir neðan.


Myndirnar tók Arnþór Birkisson ljósmyndari.