Verndarstarf


Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi er áframhald yfir 60 ára sögu verndunar og uppbyggingar

Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi er langtímaverndaráætlun sem hefur að markmiði að laxveiðar landsins verði þær bestu og sjálfbærustu sem fyrirfinnist í heiminum. Fjárfest er í staðbundnum verkefnum til verndar laxinum í helstu laxveiðiám Norðausturlands. Markmiðið er að vernda nærliggjandi landsvæði og viðkvæmt vistkerfi svæðisins í heild.

„Fyrir tilstilli gæða rannsóknanna sem hér eru unnar og mikilvægis fyrir náttúrvernd sem slíka, standa vonir okkar til þess að ríkisstjórnir þeirra landa sem málið varðar komi einnig til með að styðja verkefnið.“

Peter Williams, tæknistjóri INEOS

Hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar eru snýr að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Verkefni tengt umfangsmiklum hrognagrefti í þessum ám, auk Selár, nýtur einnig stuðnings af almennri veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur.

Í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp er einnig fjárfest í verkefni sem felur í sér aðgerðir gegn jarðeyðingu og miðar að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars.

Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, velur verndaráætlunin einnig í sér ítarlega langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ám svæðisins og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknirnar fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.

Verndaráætlunin felur í sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að koma iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.

Árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs. Þetta eru jákvæð teikn um að verndaráætlun hans þoki hlutum í rétta átt, og gefi náttúrunni færi á að dafna.„Fyrir tilstilli þessa verkefnis verður Ísland heimsmiðstöð bestu framkvæmdar við vernd laxastofna. Niðurstöðum rannsókna og aðgerðum sem ráðist hefur verið í til verndar er einnig miðlað áfram til nets rannsóknarstofnana og verndarhópa til þess að styðja við björgunaraðgerðir fyrir laxastofna í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Skandinavíu,“ segir Peter Williams.

„Nálgunin að verndarstarfinu hér er heildstæð. Áin og landið umhverfis eru bundin nánum böndum. Stuðningur samfélagsins og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarstjórna, er nauðsynlegur. Kaup jarða hafa  verið nauðsynleg fyrir árangur verndarstarfsins, fyrir fjárfestingu, skýra sýn og hraða aðgerða. Engar áætlanir eru um að útvíkka aðgerðir út fyrir norðausturhluta Íslands. Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi skiptir heiminn máli, en þarf líka stuðning Íslands.“

Tengdar fréttir

Image

Um viðskipti með bújarðir

Í aðsendri grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins (19. mars 2020) fjallar Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, um Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, jarðakaup og kvaðir sem forsætisráðherra hefur lagt til að verði settar á viðskipti með bújarðir.

Lesa meira
Image

Kaupin á Brúarlandi 2 staðfest

Kaupin á Brúarlandi eru hluti af langtímaverndaráætlun á Íslandi sem hefur að markmiði að laxveiðar landsins verði þær bestu og sjálfbærustu sem fyrirfinnist í heiminum.

Lesa meira
Image

Saga Strengs

Veiðiklúbburinn Strengur ehf. var stofnaður í Reykjavík þann 29. október árið 1959. Helstu hvatamenn voru Helgi Hjálmarsson, Haraldur Haraldsson og Vífill Oddsson.

Lesa meira