Rannsóknir


Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi er áframhald yfir 60 ára sögu verndunar og uppbyggingar

Hluti af aðgerðum Verndarsvæðis laxa á Norðausturlandi er umfangsmikil rannsóknaráætlun í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og lífvísindadeild Imperial College í London. Rannsóknirnar eru fjármagnaðar af Sir Jim Ratcliffe.

Skrifað var undir samninga um samstarf við rannsóknirnar 12. ágúst 2019.

Rannsóknin nær til nýrra sviða vistfræði og hegðunar laxins. Doktorsnemar frá hvorri stofnun framkvæma ítarlegar rannsóknir sem ná til núverandi stærðar stofna laxins, genakortlagningar og hátæknimerkinga fiska sem leiða á í ljós tengslin á milli umhverfis og hegðunar laxa í ánum og endurkomu þeirra í árnar úr hafi.

Niðurstöður þessara ítarlegu rannsókna verða birtar sem vísindagreinar og koma til með að styðja við verndarstarfið í og í nágrenni laxánna. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður þeim einnig deilt með íslenskum stjórnvöldum og viðeigandi sveitarfélögum. Lykilþættir rannsóknanna snúa að mati á því hversu gott aðgengi unglaxa er að æti því það hefur áhrif á lífvænleika þeirra í hafi og fjölda einstaklinga sem á endanum snúa aftur í árnar til hrygningar.

Tengdar fréttir

Image

Skrifað undir samkomulag um rannsókn

Jim Ratcliffe fjármagnar nýja og umfangsmikla rannsóknaráætlun í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rannsóknin er hluti af fyrirætlunum hans um vernd Atlantshafslaxins á Norðausturlandi.

Lesa meira