Hér má nálgast upptökur frá alþjóðlegu ráðstefnunni um verndun laxa sem fram fór í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn.
Að ráðstefnunni stóðu Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, Veiðiklúbburinn Strengur, Hafrannsóknastofnun, Imperial College London og Sir Jim Ratcliffe. Leiddir voru saman heimsþekktir sérfræðingar frá Íslandi, Noregi, Bretlandi, Írlandi og Kanada, til að ræða þá ógnvænlegu fækkun sem orðið hefur í stofni laxins og leiðir til að bjarga tegundinni frá barmi útrýmingar.
Kynning á Six Rivers verndarverkefninu, Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi.
09:00 GESTIR BOÐNIR VELKOMNIR
Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs, býður velkomna gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um Atlantshafslaxinn í Reykjavík 23. apríl 2020.
09:10 KYNNING
Verndun Atlantshafslaxins og Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi: Dr Peter Williams, tæknistjóri INEOS Group.
09:30-11:10 RANNSÓKNIR Á ÁM
Þróun magnstærða laxastofna á Íslandi með áherslu á ár á Norðausturlandi: Dr Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun
Laxfiskar sem lykiltegund í vistkerfinu: fæðuvefir & nýjar sameindalíffræðilegar leiðir til að meta líklega afkomu hópa í ám: Prófessor Guy Woodward, Imperial College, London.
Aðferðir við merkingu og fjarkönnun fyrir næstu kynslóð líffræðilegrar vöktunar frá einstaklingum til hópa: Dr Rasmus Lauridsen, yfirmaður fiskveiðirannsókna, Game & Wildlife Trust, Bretlandi.
Ný nálgun við gerð líkana til að greina flöskuhálsa: Dr James Rosindell, sérfræðingur í megindlegri líffræði, Imperial College.
Doktorsnemarnir Sammi Lai og Olivia Morris fara yfir fyrstu skrefin í sameiginlegu rannsóknarverkefni Hafrannsóknastofnunar og Imperial College.
Pallborðsumræður um rannsóknir á ám.
11:30-12:30 ÁRMYNNIS- & SJÁVARUMHVERFI
Hvernig arfgreiningaraðferðir geta hjálpað til að auka skilning á göngu og dreifingu laxa í hafi: Dr Philip McGinnity, Environmental Research Institute, UCC, Írlandi.
Yfirferð líklegra áhrifaþátta: Colin Bull, The Missing Salmon Alliance.
Pallborðsumræður um rannsóknir á umhverfi ármynna og sjávar.
13:40-14:40 INNGRIP Í ÁR
Reynslan af hrognagrefti og laxastigum: Dr Guðni Guðbergsson, Hafrannsóknastofnun.
Breytingar á búsvæðum: stigar og plöntun trjáa sem náttúrulegar tilraunir: Dr Nikolai Friberg, Niva – norska ferskvatnsrannsóknarmiðstöðin, Noregi.
Aðgerðir til að bæta gróðurfar á Norðausturlandi: Else Møller, skógfræðingur MSc, Vopnafirði.