Vinna við endurheimt gróðurfars og trjárækt er þegar hafin í samstarfi við skógfræðing Vopnafjarðarhrepps og starfsfólk á svæðinu. Um er að ræða mikilvægt starf sem eykur jarðgæði á svæðum gróðureyðingar og auðgar lífríki svæðisins. Með því má mögulega bæta til langframa fæðisöflun unglaxa í ánum. Nálgunin, að vernda og endurheimta gæði vistkerfanna, byggir á því að bændur rækti áfram og nýti með hefðbundnum hætti land á jörðum svæðisins og auðgi gæði búsvæðanna meðfram ánum.
Samhliða nýju rannsóknunum og endurheimt gróðurfars, er hafinn, með aðstoð og undir sérfræðihandleiðslu Hafrannsóknastofnunar, árviss gröftur hrogna í ánum. Þegar verkefnið hefur verið innleitt að fullu verður á hverju ári um einni milljón hrogna úr fiski af svæðinu komið fyrir í efri svæðum ánna þar sem laxinn hefur ekki komist áður, og opnaðar nýjar vaxtarlendur til þess að auka vöxt og afkomulíkur fiskanna hinu gríðarmikilvæga fyrra skeiði lífshlaups þeirra. Stækkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá, og Miðfjarðará í Vopnafirði, er jafnframt mikilvægur hluti af langtímaáætlunum um að auka viðgang íslenska laxins. Framkvæmdunum miðar áfram með aðstoð fjárfestingar af hálfu Sir Jim og Strengs. Í Miðfjarðará var lokið við og opnaður nýr laxastigi árið 2018. Þar hefur lax þegar náð bólfestu á nýjum svæðum í efri hluta árinnar, sem bætir við 4,5 kílómetrum af nýju búsvæði fyrir unglaxinn.